ISO9001Gæðastjórnunarkerfi er tæki sem fyrirtæki hefur til að stýra og stjórna þeirri starfsemi sem tengist því, beint eða óbeint við að uppfylla kröfur viðskiptavina. Í stórum dráttum felur það í sér stjórnskipulag fyrirtækisins ásamt áætlunum, ferlum, auðlindum og skjölum sem notuð eru til að ná gæðamarkmiðum, til að uppfylla kröfur viðskiptavina og ná fram umbótum á gæðastjórnunarkerfinu og þar með umbótum á vörum/þjónustu fyrirtækisins í kjölfarið.

ISO 9001 er alþjóðlegur staðall fyrir gæðastjórnunarkerfi útgefinn af International Standardization Organization og þýddur af Staðlaráði Íslands. Kröfurnar sem settar eru fram í ISO 9001 eru almennar og er þeim ætlað að eiga við um öll fyrirtæki, óháð tegund, stærð eða vöruframboði. ISO 9001 staðallinn byggist á umbótaferli sem tryggir stöðugar umbætur og snýst um að skipuleggja, gera, athuga og fylgja eftir. Fylgni ISO 9001 er ein af þeim fjölmörgu leiðum sem hægt er að fara til að ná framförum í starfseminni og til að tryggja samræmi í meðferð mála.

Viðlagatrygging Íslands öðlaðist vottun þann 28. júní 2013 á því að gæðastjórnunarkerfi þeirra stenst kröfur skv. ISO 9001 staðlinum. Vottunin er endurnýjuð árlega til að tryggja að starfsemin uppfylli hverju sinni þær kröfur sem gerðar eru til fyrirtækja sem starfa skv. ISO 9001. Vottunina annaðist BSI á Íslandi (British Standards Institution).

Skírteinið