Kærumál

Um kærumál fer skv. 19 gr. laga nr. 55/1992 um Viðlagatryggingu Íslands


Svo fljótt sem auðið er skal stjórn stofnunarinnar taka afstöðu til ágreinings um greiðsluskyldu sína og fjárhæð vátryggingabóta. Stjórn stofnunarinnar skal úrskurða um ágreiningsefni og vilji tjónþoli ekki sætta sig við úrskurð stofnunarinnar getur hann, innan 30 daga frá því að honum barst tilkynning stjórnarinnar, skotið ágreiningnum til úrskurðarnefndar. Nefndin skal skipuð af ráðherra. Fjórir menn skulu eiga sæti í nefndinni. Einn skal skipaður samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar og skal hann vera formaður. Annar skal skipaður eftir tilnefningu Veðurstofu Íslands, hinn þriðji af Háskóla Íslands og hinn fjórði án tilnefningar. Varamenn skulu skipaðir á sama hátt. Nefndinni er heimilt að leita aðstoðar sérfræðinga ef ástæða þykir.

Kærufrestur til stjórnar er þrír mánuðir frá dagsetningu ákvörðunar.
Kærufrestur til úrskurðarnefndar er 30 dagar frá því að kæranda barst tilkynning um úrskurð stjórnar

Nánari upplýsingar um póstfang og nefndarmenn er að finna á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Kæra til stjórnar (eyðublað)